
NÁMSKEIÐ
Fisktækniskóli Íslands býður upp á fjölbreytt námskeið sem tengjast sjávarútvegi á einn eða annan hátt. Námskeiðin eru ýmist, auglýst námskeið á markaði opin öllum, eða fyrirtækjanámskeið sérsniðin að þörfum hvers fyrirtækis. Auk styttri námskeiða býður Fisktækniskólinn upp á lengra nám í gæðastjórnun og Marel vinnslutækni. Námskeiðin hafa verið haldin á fjölmörgum vinnustöðum með góðum árangri.
Hægt er að skoða námskeiðin hægra megin á síðunni undir einstaklingsnámskeið og hópa- og fyrirtækjanámskeið.