
FRÉTTIR






Fisktækniskóli Íslands sendir sína hlýjustu strauma til Grindvíkinga
Fisktækniskóli Íslands sendir sína hlýjustu strauma til Grindvíkinga

Sjáið viðtal og myndband úr ævintýralegu skólaferðalagi til Danmerkur og Noregs
Flottasta bekkjarmyndin!



Sjávarauðlindaskólinn
Eins og undanfarin ár buðum við hjá Fisktækniskólanum ásamt Vinnuskóla Grindavíkurbæjar og Codland nemendum 9. bekkjar upp á sumarnámskeið sem við nefnum Sjávarauðlindaskólinn. Sjávarauðlindaskólinn var dagsettur 19.-22. júní í og var hann með hefðbundnu sniði en markmiðið með starfinu er að veita ungmennum innsýn í fjölbreyttan sjávarútveg og opna augu þeirra fyrir áhugverðum tækifærum tengdum sjávarútvegi í sinni heimabyggð.


Fleiri norskir gestir á ferð
Fisktækniskólinn fékk skemmtilega heimsókn í hádeginu í gær þegar 16 manna hópur frá Landbúnaðarskólanum Kleiva í norður Noregi kíkti við. Þetta er hópur sem stundar nám í fiskeldi og þar sem Fisktækniskólinn býður uppá nám í Fiskeldistækni þá var upplagt að hittast og kynnast.

Samstarfsvettvangur um menntun í sjávarútvegi
Eftir málstofu um menntun í sjávarútvegi á Sjávarútvegsráðstefnunni í Hörpu í nóvember sl. var settur saman hópur undir yfirskriftinni Samstarfsvettvangur um menntun í sjávarútvegi. Hópurinn hefur fundað nokkrum sinnum en ákveðið var að til að stilla fókusinn enn frekar að taka saman vinnudag, -og fara út úr bænum til að kúpla sig sem mest frá daglegum verkefnum.
Mánudaginn 8. maí var haldinn var vinnufundur í Háskólanum á Hólum þar sem aðilar komu saman og hófst fundurinn á því að Hólmfríður Sveinsdóttir rektor á Hólum bauð gesti velkomna.

Hátíðleg stund við styrkveitingu námsstyrkja til nemenda
Það var hátíðleg stund á föstudaginn þegar tilkynnt var hverjir hlutu námsstyrki fyrir árið 2023 úr menntasjóði Íslensku sjávarútvegsverðlaunann, en IceFish 2024 sýningin verður haldin í Smáranum í September á næsta ári. Námsstyrkirnir voru afhentir við hátíðlega athöfn í Íslenska sjávarklasanum.
Styrkina úr IceFIsh-menntasjóðnum hlutu að þessu sinni þau Kristín Pétursdóttir, sem leggur stund á nám í fiskeldi, Hreinn Óttar Guðlaugsson, sem leggur stund á nám í Marel-fisktækni. og Dominique Baring, sem stundar bæði á nám í gæðastjórnun og í fiskeldi.
Marianne Rasmussen-Coulling, framkvæmdastjóri IceFish 2024, afhenti styrkina og óskaði nemendum heilla í námi sínu og framtíðar í sjávarútvegi.
Frábær árangur hjá flottum nemendum.

Við skiptum tímabundið um í brúnni!
Frá og með 1.maí næst komandi, mun Klemenz Sæmundsson taka við stöðu skólameistara Fisktækniskóla Íslands, meðan Ólafur Jón vinnur að sérverkefnum á vegum skólans.