GÆÐI OG MEÐFERÐ MATVÆLA

Námskeiðið er hugsað fyrir alla sem meðhöndla matvæli á einn eða annan hátt.
Áhersla er lögð á að þátttakendur skilji mikilvægi hreinlætis í meðhöndlun matvæla og kynnist grundvallaratriðum HACCP gæðakerfisins.

Megináhersla er lögð á að starfsfólk/þátttakendur skilji mikilvægi matvælaöryggis, öryggi í öllu ferlinu frá hráefni til neyslu matvæla, orðspor og traust. Einnig lögð áhersla á hagnýta þekkingu, sem nýta má áfram til frekara náms.

Áhersla er lögð á grunn örverufræða matvæla, algenga hópa örvera, möguleika á nýtingu þeirra, skaðsemi og forvarnir. Farið yfir kjöraðstæður fyrir útbreiðslu og algeng ráð til að stöðva hana.

Fjallað er um helstu örverur í matvælum sem valda sjúkdómum í mönnum. Farið yfir mun á matareitrunum og matarsýkingum auk einkenna eitrana.

Þátttakendur fá kennslu í hvernig staðið er að sýnatöku stroksýni, vatnssýni og Rodac sýni til ræktunar.

 Fjarnám sem samsvarar 9 kennslustundum (6 klst.)

Nánari upplýsingar gefur Þórdís Daníelsdóttir  disa@fiskt.is  eða í  síma 412-5966