Hvað á „barnið“ að heita?
Nú er skólinn að sigla inn í nýja og tæknilegri tíma og að því tilefni langar okkur að íhuga nýtt nafn á skólann. Kjörorð skólans eru ¨Framtíðin felst í hafinu, fólkinu, tækifærunum, þekkingarsamfélaginu og draumunum. Að þróa nýjar hugmyndir, veðja á nýja tækni og finna sjálfbærar lausnir í bláa hagkerfinu¨ og því væri æskilegt að nýtt nafn endurspegli þau. Við höfum mjög fjölþjóðlegan nemendahóp og því væri áhugavert að finna stutt og einfalt nafn sem getur staðið fyrir skólann á alþjóðlegu sviði.
Hefur þú góða hugmynd af nýju nafni? Tekið er á móti hugmyndum til 20.september næstkomandi.
Farið verður yfir allar tillögur og ef upp kemur nafn sem samstaða næst um að hæfi þessum frábæra skóla fær sá sem kemur með „gullnafnið“ Dineout gjafabréf uppá 20.000. Komi sama nafnið oft fyrir verður dregið um það hver hlýtur gjafabréfið.