SMÁSKIPANÁM <15M
Fisktækniskóli Íslands vinnur að undirbúningi kennslu í Smáskipanámi - Skipstjórn <15m. Gert er ráð fyrir að næsta námskeið verði haldið á vorönn 2025. Upplýsingar um dagsetningar verða birtar á heimasíðunni um leið og þær liggja fyrir.
Fyrirkomulag kennslu
Fyrirkomulagið verður í formi dreifnáms. Nemendur mæti í staðnám í fjögur skipti, þrjá til fjóra daga í senn með hálfs mánaðar millibili. Heimaverkefni verða unnin á milli lotna. Á milli lotna geta nemendur verið í sambandi við kennara.
Innihald kennslu
Kennt verður samkvæmt nýrri námskrá og prófþættir verða 6 talsins:
Alþjóðasiglingareglur
Hönnun skipa og stöðugleiki
ROC-fjarskiptaréttindi
Grunnatriði í siglingafræði
Grunnþjálfun í siglingahermi (samlíki)
Viðhald og umhirða vélbúnaðar í skipum.
Einkunina 6.0 þarf til þess að standast hvern prófþátt. Aðrir námsþættir eru:
Fiskveiðar, aflameðferð og verkunaraðferðir-undirstöðuatriði
Skipverjar, réttindi og skyldur, lögskráning
Skráning, eftirlit, tryggingar og tjón á skipum
Varnir gegn mengun sjávar
Veður og sjólag við strandsiglingar
Alþjóðasiglingareglur- beiting skipa við erfiðar aðstæður
Breytingar á stöðugleika smáskipa, stöðugleikagögn
Siglingatæki – siglingatölvur og tengd tæki
Hægt er að skoða nánari lýsingar á einstökum námsþáttum á Námskrá Menntamálastofnunnar hér.
Inntökuskilyrði
Inntökuskilyrði miðast við að nemendur hafi lokið grunnskólaprófi og séu a.m.k. 16. ára þegar þeir hefja nám.
Útgáfa atvinnuskírteinis
Til þess aða fá útgefið atvinnuskírteini að loknu <15m námi, þarf að leggja fram staðfestan siglingatíma í eitt ár (átta mánuði), vottorð um heilsufar (sjón) og að viðkomandi sé orðin 18 ára og hafi lokið námskeiði í öryggisfræðslu hjá Slysavarnarskóla sjómanna, eða öðrum viðurkenndum aðila (5 daga námskeið). Nánari upplýsingar um námið er að finna á heimasíðu Samgöngustofu, www.http/sigling.is.
Staðsetning: Fisktækniskólinn Sólheimum 5 Sandgerði
Nemendastundir: 360
Verð á námi: 335.000.-
Námið fer fram í Fisktækniskóla Íslands, sem gefur frekari upplýsingar um námið, netfang, fiskt@fiskt.is, s. 412-5966.
Staðsetning: Fisktækniskólinn Sólheimum 5 Sandgerði