VÉLSTJÓRN 750KW <15M
Ný námskrá til réttindanáms Smáskipavélavörður <15m hefur nú litið dagsins ljós. Hún gerir fjölmargar kröfur um nám umfram það sem fólst í fyrri námskrá sem náði til réttindanáms á smáskipum < 12m.
Atvinnuskírteini er gefið út að loknu öryggisfræðslu smábáta og skyndihjálparnámskeiði.
Náminu er skipt í nokkra námsþætti sem allir mynda eina heild til þessara réttinda, m.a. aðalvél, rafkerfi, önnur kerfi, viðhald og umhirða, bilanaleit og viðgerðir, öryggisbúnaður, vökva- og loftstýringar, hönnun skipa og stöðugleiki, sjóréttur.
Til að fá útgefið skírteini, þarf viðkomandi að ljúka siglingatíma (þjálfun um borð í skipi) og viðurkenndu öryggisfræðslunámi.
Námið skiptist niður í stað og fjarlotur, verklega þjálfun og að lokum skriflegt próf. Kennt verður í gegnum Moodle.
Nemendastundir: 300
Námskeiðsgjald: 270.000 kr. (Námskeiðsgjöld eru óafturkræf)
Fisktækniskóli Íslands áskilur sér rétt til þess að aflýsa námskeiðinu ef þátttaka er dræm.
Hámarksfjöldi: 12
Staðsetning: Fisktækniskólinn Sólheimum 5 Sandgerði
Námsgögn: Kennslubók fæst á staðnum. Verð 7.000.-
Kennsla hefst 02. okt. 2024
Lota 1: 02-05. okt.
Lota 2: 14-18. okt.
Nánari upplýsingar gefur Þórdís Daníelsdóttir, disa@fiskt.is eða í síma 412-5966.