HREINLÆTI OG GERLAGRÓÐUR
Viðfangsefnið er hreinlæti, gerlagróður og gæði afurða. Lögð er höfuðáhersla er á hreinlæti í matvælavinnslu og kröfur opinberra eftirlitsaðila, kaupenda og neytenda í því sambandi.
Farið er yfir alla helstu þætti sem hafa áhrif á gerlagróður í fiskiog öðrum matvælum, svo sem slæma meðhöndlun, ófullnægjandi þrif, of hátt hitastig og fleira sem skapar kjöraðstæður fyrir hvers kyns örverur. Einnig er lögð áhersla á persónulegt hreinlæti þeirra sem starfa við matvælaframleiðslu. Farið er yfir framkvæmd þrifa og leiðbeint um fullnægjandi þvott, sótthreinsun og umgengni í fiskvinnslu. Þátttakendur tileinki sér viðhorf þar sem hreinlæti og ábyrg umgengni er höfð að leiðarljósi. þeim er kynnt uppbygging og gerð þrifaáætlana og hvernig þeim er síðan fylgt eftir, á sem áhrifaríkastan hátt.
Lengd 9 kennslustundir (6 klst.)
Kennari frá Fisktækniskóla Íslands
Fyrirtækjum er bent á að hafa samband við okkur til að leita tilboða í námskeið
Nánari upplýsingar gefur Þórdís Daníelsdóttir disa@fiskt.is eða í síma 412-5966