Hacking Reykjanes

Hacking Reykjanes fór fram dagana 18-20.mars og var það okkar eigin Alexandra Leeper ásamt Justine Vanhalst sem unnu bestu hugmyndina með hugmyndina HRINGASVEPPIR (a circular mushroom production valorising the usage of side streams from the Reykjanes peninsula directly available to local consumers).

Umsögn dómnefndar um HRINGASVEPPI

Hugmyndin um hringasveppina uppfyllti sérstaklega vel alla þá flokka sem leitað var eftir í lausnamótinu. Að mati dómnefndar var sýnt fram á með sannfærandi hætti hvernig ræktun hringrásasveppanna komi til með að nýta auðlindir svæðisins á sjálfbæran hátt og auka með þeim verðmætasköpun.

Hringasveppir geta með góðu framtaki orðið nýr áfangastaður á Reykjanesinu fyrir Íslendinga og ferðamenn sem dómnefnd fannst einnig mjög spennandi og geta orðið hvatning til að það verði farið í að kortleggja alla hliðarstraumana á Reykjanesinu sem koma til greina til verðmætasköpunar.

Kynning þeirra Justine og Alexandra var framúrskarandi og trúverðug.  Mikil þekking  er til staðar í teyminu og augljós geta til að framkvæma hugmyndina.

Innilega til hamingju með árangurinn Alexandra og Justine.

Previous
Previous

Fisktækniskólinn útskrifar Marel vinnslutækna

Next
Next

Skráning stendur enn yfir í Fisktækni. Tveggja ára hagnýtt framhaldsskólanám til starfa í sjávarútvegi.