Fisktækniskólinn á Sjávarútvegsráðstefnunni
Sjávarútvegsráðstefnan var haldin með glæsibrag í Hörpu dagana 10-11. nóvember 2022. Þar fóru fram mörg áhugaverð erindi og kynningar. Skólinn hafði umsjón með einni af málstofunum á ráðstefnunni Menntun í sjávarútvegi þar sem raðað var saman áhugaverðum erindum tengdum menntun í nútímalegu umhverfi sjávarútvegsins auk þess að vera með kynningarbás.
Í lok málstofunnar undirrituðu svo Brim og Fisktækniskóli Íslands viljayfirlýsingu um samstarf í eflingu menntunar ungs fólks og hvers kyns símenntunar/þjálfunar starfsfólks Brims í sjávarútvegi á Íslandi.