FISKELDISTÆKNI

Fiskeldistækni

 

Fisktækniskóli Íslands býður hagnýtt og spennandi nám í Fiskeldistækni. Störf í haftengdum greinum krefjast stöðugt meiri gæða og aukinnar fagþekkingar starfsfólks. Fiskeldistæknir vinnur öll almenn störf í fiskeldi, sinnir fóðrun, daglegri umhirðu og slátrun í fiskeldi. Við námslok hafa nemendur öðlast hæfni til að starfa á ábyrgan og sjálfstæðan hátt í samræmi við grundvallarreglur viðkomandi fyrirtækis. 


Nemendastundir 540 á önn 
Verð 45.000.- pr. önn 

 

Námsbrautalýsing og skipulag   

Námið hentar fólki sem er í starfandi í fiskeldi eða hefur áhuga á framtíðarstarfi í fiskeldi. Námið er skipulagt með þarfir atvinnulífs í huga og að mestu kennt utan vinnutíma. 

Kennsla fer fram í fjarnámi og vinnustaðanámi og nær yfir tvær annir. Heildarfjöldi eininga er 60 einingar.  

 

 

Áfangar á braut 

Námið er sett saman af áföngum sem snúa að fiskeldi, gæðamálum, sjúkdómsvörnum, öryggi o.s.frv. Eftirfarandi áfangar eru kenndir: 

 

  • Líffærafræði fiska  

  • Vatns og umhverfisfræði  

  • Sjúkdómsvarnir og velferð eldisfiska  

  • Fóðrun fiska, næringarfræði og dagleg umhirða (eldisbókhald)  

  • HACCP  

  • Öryggi á vinnustað  

  • Uppsetning, viðhald  

  • Haf og veðurfræði  

  • Starfskynningar/ heimsóknir í fyrirtæki tengdu fiskeldisfyrirtæki  

  • Vinnustaðanám (hafi viðkomandi ekki lokið því og geti sýnst fram á starfsreynslu úr grein) 

 

 

Námið er þróað  í samstarfi við atvinnulífið og Háskólann á Hólum  

Með vaxandi samkeppni og auknum kröfum um gæði og rekjanleika matvöru er lykilatriði fyrir fyrirtæki að hafa innan sinna raða vel þjálfað starfsfólk með faglega þekkingu á fiskeldi á framhaldsskólastigi. 

 

Frekari upplýsingar um námið gefur Klemenz Sæmundsson, klemenz@fiskt.is