GÆÐASTJÓRNUN

Gæðastjórnun 2025

Fisktækniskóli Íslands býður hagnýtt og spennandi nám í Gæðastjórnun sem er sérsniðið að fiskvinnslu og/eða annarri matvælavinnslu. Þetta er áttunda skipti sem námið er í boði og nemendur sem hafa lokið náminu hafa verið eftirsóttir í störf við gæðastjórnun. Í starfi gæðastjóra felst umsjón með uppbyggingu, rekstri og þróun gæðakerfis og ábyrgð á að gæðakerfið sé samofið starfsemi fyrirtækisins.

Nám hefst janúar 2025 og líkur desember 2025

Staðsetning: Fisktækniskólinn Sólheimum 5 Sandgerði

Nám fyrir næsta hóp byrjar janúar 2025
Nemendastundir 540 á önn
Verð 50.000 pr. önn

Námsbrautalýsing og skipulag

Námið hentar fólki sem er í starfandi í matvælavinnslu, skipulagt með þarfir atvinnulífs í huga og að mestu kennt utan vinnutíma. Kennsla fer fram í fjarnámi og nær yfir tvær annir með reglulegum fjarkennslustundum hvora önn, heildarfjöldi eininga í sérhæfingu er 60 einingar. 

Vorönn

Á vorönn fer námið af stað og kennt er gegnum kennslukerfi Fisktækniskólans. Stærsti og umfangsmesti áfanginn á vorönn er Gæðastjórnun 1 en eftirfarandi fög eru kennd:

  • Gæðastjórnun 1

  • Örverufræði

  • Tölfræði

  • Lög og reglugerð í matvælaiðnaði

  • Enska fyrir matvælaiðnað

  • Stjórnun

Haustönn

Á haustönninni halda nemendur áfram að vinna með það sem þeir lærðu á vorönninni. Stærsti og umfangsmesti áfanginn á haustönn er Gæðastjórnun 2 en eftirfarandi fög eru kennd:

  • Gæðastjórnun 2

  • Líffærafræði Fiska/Fiskur sem hráefni/skynmat

  • Skjalastjórnun/Verkefnastjórnun

  • Merkingar matvæla

 Námið er þróað í samstarfi við atvinnulífið

Með vaxandi samkeppni og auknum kröfum um gæði og rekjanleika matvöru er lykilatriði fyrir fyrirtæki að hafa innan sinna raða vel þjálfað starfsfólk með faglega þekkingu á gæðastjórnun og þeim ferlum og vottunum sem hún felur í sér

Frekari upplýsingar um námið gefur Klemenz Sæmundsson, klemenz@fiskt.is