Fleiri norskir gestir á ferð

Fisktækniskólinn fékk skemmtilega heimsókn í hádeginu í gær þegar 16 manna hópur frá Landbúnaðarskólanum Kleiva í norður Noregi kíkti við. Þetta er hópur sem stundar nám í fiskeldi og þar sem Fisktækniskólinn býður uppá nám í Fiskeldistækni þá var upplagt að hittast og kynnast.

Krakkarnir, ásamt kennara fengu íslenskar veitingar, -kleinur og hraunbita til að smakka og komu á móti færandi hendi með smakkprufur af tveimur kryddpylsum sem við erum spennt að smakka. Önnur er unnin úr elg og hin úr hval.

Previous
Previous

FISHERIES TRAINING WITH IMAGINATION

Next
Next

Samstarfsvettvangur um menntun í sjávarútvegi