Smáskipanám skipstjórn < 15m og styttri. Ný námskrá til réttindanáms skipstjóra á skipum.

Smáskipanám skipstjórn < 15m og styttri

Ný námskrá til réttindanáms skipstjóra á skipum <15m hefur nú litið dagsins ljós. Hún gerir fjölmargar kröfur um nám umfram það sem fólst í fyrri námskrá sem náði til réttindanáms á smáskipum < 12m. Helstu breytingar eru þær að nú hefur verið aukið verulega við kennslu í þáttum sem áður var lagt upp með sem kynning og fræðslu í <12m náminu, en er nú gert að ýtarlegri kennslu og sérstökum nýjum prófþáttum. Þetta á við um:

  • ROC fjarskiptaréttindi (próf)

  • Verklega grunnþjálfun í siglingahermi (próf)

  • Viðhald og umhirða vélbúnaðar í skipum <15m. (próf)

Þannig mun því prófþáttum í náminu fjölga úr þremur í sex. Áður voru prófþættirnir  siglingafræði, siglingareglur og stöðugleiki skipa. Aukin er áhersla á nám í siglingareglum og hönnun skipa, stöðugleika og kunnáttu í notkun siglingatækja. Einkunnina 6.0 þarf til þess að standast hvern námsþátt sem er til prófs. Þó skal að jafnaði miðað við að 5.0 sé lágmarks einkunn til að standast einstaka námsþætti námsins.

Nú hafa líka verið sett inntökuskilyrði sem miðast við að nemendur hafi lokið grunnskóla og séu a.m.k.16 ára þegar þeir hefja nám. Tímalengd námskeiðsins hefur verið aukin samsvarandi við auknar kröfur og meira umfang námsins.

Til þess að fá útgefið atvinnuskírteini, þarf að leggja fram staðfestan siglingatíma í eitt ár (átta mánuði) og hafa lokið námskeiði í öryggisfræðslu hjá Slysavarnarskóla sjómanna, eða öðrum viðurkenndum aðilum (5 daga námskeið). Nánari upplýsingar um námið er að finna á heimasíðu Samgöngustofu, samgongustofa.is. m.a. um uppfærslu skipstjórnarréttinda úr <12m í <15m. Réttindi til <15m skipstjórn ná til strandsiglinga á landgrunni Íslands í allt að 50 sjómílur frá landi.

Previous
Previous

Innritun í framhaldsskóla á haustönn 2021- Fisktækniskóli Íslands